Hvenær má hefja töku eftirlauna í B-deild?
Almennt er miðað við að eftirlaunatöku í B-deild megi hefja við 65 ára aldur. Ef þú hefur hins vegar greitt iðgjöld í sjóðinn samtals í 32 ár fyrir þann aldur er mögulegt að þú eigir kost á að velja 95 ára reglu.
Ef svo er getur taka eftirlauna hafist þegar samanlagður lífaldur og iðgjaldagreiðslutími nær 95 árum, þó aldrei fyrr en 60 ára.
Í þessum tilvikum þarftu að velja milli 32 ára eða 95 ára reglu. Hvor um sig hefur ákveðna eiginleika sem gott er að hafa í huga til að meta hvað hentar þér.
Eftirlaunataka úr B-deild LSR er háð því skilyrði að sjóðfélagi sé ekki í starfi hjá ríkisstofnun eða sveitarfélagi í 50-100% starfshlutfalli. Sú regla gildir sama hvort sjóðfélagi greiðir iðgjöld af því starfi í B-deild eða í A-deild.
Tvær ólíkar reglur
- 32 ára reglan: Þegar greitt hefur verið í B-deild í samtals 32 ár
- 95 ára reglan: Þegar samanlagður lífaldur og iðgjaldagreiðslutími í B-deild nær 95 árum