Skipting eftirlaunagreiðslna milli maka
Sjóðfélagar og maki geta samið um að deila með sér eftirlaunagreiðslum þannig að hvor aðili um sig veiti hinum ákveðið hlutfall af greiðslum sínum, allt að 50%. Skiptingin nær þá til eftirlaunagreiðslna, óháð því hvort eftirlaunaréttindin áunnust á sambúðartíma eða ekki. Ef annar aðili í sambúð er á leið á hjúkrunarheimili gæti þessi leið verið góður kostur. Mikilvægt er að kanna áhrif slíkrar skiptingar á greiðslur frá TR.
Hægt er að sækja um skiptingu eftirlaunagreiðslna milli maka hvenær sem er, líka eftir að greiðsla eftirlauna er hafin. Þá geta aðilar einnig fellt einhliða niður samkomulag um greiðsluskiptingu með tilkynningu til viðkomandi lífeyrissjóða.
Við andlát annars sambúðaraðila fellur skiptingin niður og eftirlifandi aðili fær aftur sínar eftirlaunagreiðslur að fullu.
Aðalatriði skiptingar eftirlaunagreiðslna milli maka
- Gildir fyrir allar eftirlaunagreiðslur
- Hægt að sækja um hvenær sem er, en kemur fyrst til framkvæmdar þegar sjóðfélagi hefur töku eftirlauna
- Báðir aðilar skipta sama hlutfalli sinna greiðslna
- Hægt að velja skiptingarhlutfall allt upp í 50%
- Við andlát fellur samkomulagið niður og eftirlifandi maki fær aftur 100% sinna eftirlaunagreiðslna
- Sækja þarf um skiptingu eftirlaunagreiðslna hjá hverjum lífeyrissjóði fyrir sig