Fara á efnissvæði
Mínar síður

Eftirlaun og lífeyrir fyrir sjóðfélaga erlendis

Ef eftirlauna- eða lífeyrisþegar LSR eru með lögheimili erlendis þurfa þeir að skila inn lífsvottorði til sjóðsins á hverju ári. Vottorðið þarf að vera staðfest af opinberum aðila í viðkomandi landi. Makalífeyrisþegar þurfa að skila inn lífsvottorði þar sem fram kemur hjúskaparstaða. Þessu til viðbótar þurfa örorkulífeyrisþegar að skila inn afriti af skattframtali.

Vottorðinu þarf að skila inn árlega á meðan lögheimili er skráð erlendis. Ef vottorðinu er ekki skilað inn stöðvast greiðslur frá og með 1. apríl. Hægt er að senda sjóðnum vottorðið með hefðbundnum pósti á heimilisfang sjóðsins eða tölvupósti á netfangið lifeyrir@lsr.is.

Lífsvottorð

  • Þarf að skila inn árlega
  • Vottun opinbers aðila í viðkomandi landi er nauðsynleg
  • Makalífeyrisþegar þurfa að skila inn lífsvottorði ásamt hjúskaparstöðu

B-deild: Samningar milli Norðurlanda

Samkvæmt samkomulagi Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar um samræmingu lífeyrisréttinda ber hverju aðildarlandi að líta til lengdar á ráðningartíma og iðgjaldagreiðslutíma í öðru aðildarlandi við mat á því hvort ríkisstarfsmaður hafi öðlast rétt til lífeyris. Þetta hefur þau áhrif á B-deild að ef sjóðfélagi deildarinnar hefur unnið sem ríkisstarfsmaður á hinum Norðurlöndunum þá má telja þann tíma með við útreikning á 95 ára reglunni.

Skattlagning á lífeyristekjum

Eftirlauna- og lífeyrisþegar sem búsettir eru í landi sem er með tvísköttunarsamning við Ísland geta sótt um undanþágu frá skattlagningu lífeyristekna. Það er gert með því að fylla út sérstakt eyðublað hjá Skattinum og senda þeim ásamt nauðsynlegum fylgigögnum. Ef Skatturinn samþykkir að lífeyrisgreiðslur LSR séu undanþegnar skattlagningu á Íslandi fær LSR tilkynningu um það. Athugaðu að undanþágan gildir aðeins eitt ár í senn og þarf því að sækja um hana árlega.