Fara á efnissvæði
Mínar síður

Lífeyrisréttindi B-deildar

Í B-deild LSR greiðir þú mánaðarlega 4% iðgjald af launum og til viðbótar greiðir vinnuveitandi 8%. Með þessu færðu rétt á eftirlaunum sem greidd eru til æviloka, auk þess að fá rétt á örorkulífeyri ef starfsgeta  skerðist og maki og börn eiga kost á að fá greiddan maka- og barnalífeyri við fráfall sjóðfélaga.

65 ára

Almennur eftirlaunaaldur

2% af launum

Réttindin sem fást fyrir 100% starf í 1 ár

Eftirlaun og örorkulífeyrir

Réttindi fyrir þig

Maka- og barnalífeyrir

Réttindi fyrir þína fjölskyldu

Hver eru þín réttindi?

Iðgjöld eru greidd af dagvinnulaunum, persónuuppbót, orlofsuppbót og vaktaálagi vegna reglubundinna vakta, ekki yfirvinnu eða aukavakta . Iðgjöld skal einnig greiða af biðlaunum og veikindalaunum.    

Hver iðgjaldagreiðsla veitir réttindi til eftirlauna-  og annarra lífeyrisgreiðslna samkvæmt reglum sjóðsins. Fyrir 100% starf í eitt ár ávinnur þú þér réttindi sem jafngilda 2% af viðmiðunarlaunum fyrir þitt starf. Ef starfshlutfall er lægra minnkar réttindaávinnslan sem því nemur.  

Á Mínum síðum getur þú séð hversu mikil réttindi þú hefur áunnið þér.

Yfirlit réttinda á Mínum síðum

  • Ef þú ert enn að greiða í B-deild sérðu áunna prósentu af viðmiðunarlaunum
  • Ef þú greiðir ekki lengur til B-deildar er líklegt að réttindi birtist sem áunnin mánaðarleg upphæð í krónum
  • Ef þú átt einnig réttindi í A-deild eða hjá öðrum lífeyrissjóðum birtast þau líka

Aðild að B-deild

B-deild LSR hefur verið lokuð fyrir nýjum sjóðfélögum frá árslokum 1996. Rétt til aðildar hafa því einungis þau sem hafa greitt reglulega til deildarinnar frá þeim tíma. Þau sem hafa hætt greiðslum til B-deildar eru óvirkir sjóðfélagar og eiga því geymd réttindi þar til eftirlaunaaldri er náð.       

Til að uppfylla aðildarskilyrði þarft þú að starfa hjá launagreiðanda sem hefur aðild að B-deild LSR og vera ráðin/n í að minnsta kosti 50% starf með minnst þriggja mánaða uppsagnarfresti. Ef um tímabundna ráðningu er að ræða má hún ekki vera til skemmri tíma en eins árs. 

Falli iðgjaldagreiðslur þínar niður lengur en í 12 mánuði hefur þú ekki rétt til áframhaldandi aðildar að B-deild. Undantekning frá því er að hafi formlegu ráðningarsambandi þínu og launagreiðanda ekki verið slitið getur þú hafið greiðslur aftur í sjóðinn jafnvel þótt iðgjaldagreiðslur falli niður í 12 mánuði eða lengur.

Hafi starf þitt verið lagt niður átt þú mögulega rétt til einstaklingsaðildar að sjóðnum.

Nánari upplýsingar fyrir launagreiðendur