Fara á efnissvæði
Mínar síður

Vaktaálag í B-deild

Sjóðfélagar í B-deild LSR sem vinna reglubundna vaktavinnu, þ.e. hafa vinnutíma sem hreyfist með reglubundnum hætti, eiga að greiða iðgjald af vaktaálagi og ávinna sér rétt til eftirlauna vegna þess. Sama gildir um næturverði og starfsfólk sem hefur vinnuskyldu eingöngu á nóttunni, þ.e. á tímabilinu frá kl. 22:00 - 09:00.

Ekki á að greiða iðgjald af öðrum álagsgreiðslum svo sem bakvöktum eða gæsluvöktum og heldur ekki af álagsgreiðslum vegna fasts vinnutíma utan dagvinnumarka, t.d. kl. 13 - 18 daglega.

Réttindi sem myndast vegna iðgjalds af vaktaálagi eru reiknuð út frá ákveðinni viðmiðunarfjárhæð sem breytist mánaðarlega í takt við vísitölu dagvinnulauna opinberra starfsmanna. Hér má lesa nánar um greiðslur vegna vaktaálags í B-deild.