Fara á efnissvæði
Mínar síður

Óvirkir sjóðfélagar í B-deild

Hafir þú einhvern tímann greitt iðgjald til B-deildar en hætt því án þess að hefja töku eftirlauna telstu vera óvirkur sjóðfélagi og átt geymdan rétt. Ef þú greiddir iðgjöld í meira en 3 ár eru lífeyrisréttindin verðtryggð og fylgja launavísitölu opinberra starfsmanna.

Ef þú greiddir til B-deildar skemur en í þrjú ár eru réttindin óverðtryggð. Eftir að taka eftirlauna hefst fylgja þau hins vegar launavísitölu opinberra starfsmanna. Ef um er að ræða verulega lág réttindi er boðið upp á eingreiðslu eftirlauna.

Eftirlaunataka úr B-deild LSR er ávallt háð því skilyrði að sjóðfélagi sé ekki í starfi hjá stofnun eða sveitarfélagi í 50-100% starfshlutfalli. Sú regla gildir einnig fyrir þá sjóðfélaga sem eiga geymdan rétt í B-deild en greiða iðgjöld til A-deildar af slíku starfi. Ef þú átt réttindi í B-deild og ert enn í 50-100% starfi getur þú haft samband við ráðgjafa LSR til að kanna hvort þú eigir kost á að fá greidd eftirlaun.

Eftirlaun frá B-deild er í fyrsta lagi hægt að fá greidd frá 65 ára aldri (nema um 95 ára reglu sé að ræða). Ef sótt er um geymd réttindi eftir að greiðslur hefðu getað hafist fást réttindin greidd afturvirkt frá þeim tíma, þó að hámarki fjögur ár aftur í tímann.

Skoðaðu réttindin á Mínum síðum

  • Ef þú átt geymd réttindi í B-deild sérðu þau á Mínum síðum
  • Geymd réttindi í B-deild eru oftast birt sem ákveðin krónutala á mánuði
  • Í einhverjum tilvikum gætu geymd réttindi einungis birst sem réttindaprósenta en ekki krónutala. Í slíkum tilvikum hvetjum við þig til að hafa samband við starfsfólk sjóðsins.