Fara á efnissvæði
Mínar síður

Skipting eftirlauna milli maka

Oft hefur fólk í hjónabandi eða sambúð átt mismikinn kost á að ávinna sér lífeyrisréttindi yfir ævina. Annar aðili hefur þá verið virkur á vinnumarkaði á meðan hinn aðilinn hefur verið óvirkur að einhverju eða öllu leyti. Við slíkar aðstæður getur skapast ójafnvægi í lífeyrisréttindum milli aðila.

Til að bregðast við þessu býðst sjóðfélögum íslenskra lífeyrissjóða í hjúskap, óvígðri sambúð eða staðfestri samvist upp á tvo kosti til að jafna stöðu sambúðaraðila. Annars vegar er boðið upp á að skipta eftirlaunaréttindum og hins vegar eftirlaunagreiðslum. Þetta eru tvær ólíkar aðgerðir og er mikilvægt að kanna áhrif þeirra vel áður en tekin er ákvörðun um hvað henti hverjum og einum. 

Skipting eftirlaunaréttinda milli maka

  • Á helst við ef mikið misræmi er milli réttinda
  • Víðtæk aðgerð sem hefur áhrif á réttindi beggja aðila til æviloka
  • Nauðsynlegt að sækja um fyrir töku eftirlauna og fyrir 65 ára aldur
Sjá nánar

Skipting eftirlaunagreiðslna milli maka

  • Á helst við ef tekjuhærri aðili er á leið á hjúkrunarheimili en hinn rekur áfram heimili
  • Gengur til baka við uppsögn eða andlát
  • Hægt að sækja um hvenær sem er
Sjá nánar

Ræðum málin

Skipting réttinda milli maka eru umfangsmiklil og óafturkræf aðgerð og að mörgu að huga. Við hvetjum sjóðfélaga til að fá ráðgjöf hjá sjóðnum áður en ákvörðun er tekin um slíka skiptingu.

Hafa samband

Munur á skiptingu réttinda og greiðslna milli maka

  Skipting eftirlaunaréttinda Skipting eftirlaunagreiðslna
Hvenær er hægt að sækja um? Fyrir töku eftirlauna og fyrir 65 ára aldur Hvenær sem er
Hverju er skipt? Réttindum meðan aðilar voru/verða í sambúð. Tvenns konar skipting er framkvæmanleg:
• Skipting framtíðarréttinda
• Skipting áunninna réttinda
Heildareftirlaunagreiðslum óháð sambúðartíma
Hvað gerist við andlát? Eftirlifandi maki heldur réttindum ævilangt samkvæmt samningi um skiptingu Eftirlifandi maki fær aftur 100% sinna greiðslna, greiðslur hins látna falla niður
Hvað þarf til að fella niður samning um skiptingu? Samþykki beggja aðila og allra lífeyrissjóða þarf til að afturkalla framtíðarskiptingu. Skiptingu sem hefur þegar átt sér stað er að jafnaði ekki hægt að afturkalla. Einhliða ákvörðun annars hvors sambúðaraðila
Má ég vera byrjuð/aður að taka eftirlaun við umsókn? Nei, möguleiki á skiptingu réttinda fellur niður ef annar maki eða báðir hafa hafið töku eftirlauna hjá einhverjum lífeyrissjóði
Þarf að skila inn heilbrigðisvottorði til að sækja um? Nei

Nánar um muninn á skiptingu eftirlaunaréttinda og eftirlaunagreiðslna

Eins og sjá má til töflunni hér fyrir ofan er ákveðinn grundvallarmunur á þessum tveimur aðferðum við skiptingu milli maka. Skipting réttinda er í raun talsvert víðtækari aðgerð, því hún gildir ævilangt fyrir báða aðila. Þ.e., þegar annar sambúðaraðilinn fellur frá heldur hinn aðilinn þeim réttindum sem hinn látni hafði eftirlátið honum, en fær ekki til baka þau réttindi sem hann hafði eftirlátið hinum látna.

Þessu er hins vegar öfugt farið við skiptingu eftirlaunagreiðslna. Við andlát falla greiðslur hins látna niður en eftirlifandi maki fær aftur 100% sinna eigin greiðslna.

Þessi grundvallarmunur þýðir jafnframt að strangari skilyrði eru fyrir skiptingu eftirlaunaréttinda en fyrir skiptingu eftirlaunagreiðslna.