Fara á efnissvæði
Mínar síður

Réttindi í öðrum sjóðum

Algengt er að fólk eigi réttindi í fleiri en einum lífeyrissjóði. Á Mínum síðum hér á lsr.is finnur þú upplýsingar frá Lífeyrisgáttinni um alla þá íslensku lífeyrissjóði sem þú hefur greitt til um ævina og inneign hjá hverjum og einum. Athugaðu að Lífeyrisgáttin birtir ekki upplýsingar um séreign.

Ekki er hægt að sameina réttindi eða flytja þau milli sjóða. Ef þú vilt hefja töku eftirlauna úr öllum sjóðum samtímis dugar jafnan að senda inn umsókn um eftirlaun til þess sjóðs sem þú greiddir síðast í og óska eftir að hann áframsendi umsóknina á aðra lífeyrissjóði. Ekki er hins vegar skylda að hefja töku eftirlauna hjá öllum samtímis. 

Reglur um ávinnslu og útgreiðslur geta verið mismunandi milli sjóða og því er gott að kynna sér reglur hvers og eins sjóðs sem greitt hefur verið til. Ef lífeyrisréttindi eru mjög lág bjóða margir sjóðir upp á að þau séu greidd með eingreiðslu.

Réttindi hjá bæði A- og B-deild LSR

Sérstakar reglur gilda í ákveðnum tilvikum þegar sjóðfélagar eiga réttindi í bæði A- og B-deildum LSR. Ef þú átt t.a.m. geymd réttindi í B-deild og greiðir í A-deild af starfi hjá hinu opinbera getur þú ekki hafið eftirlaunatöku úr B-deild á meðan þú gegnir því starfi.

ESÚÍ, LA og LR

LSR sér um útgreiðslur fyrir Eftirlaunasjóð starfsmanna Útvegsbanka Íslands (ESÚÍ) og lífeyrissjóðanna LA og LR, en þeir hafa allir verið lagðir niður. Ríkissjóður Íslands er ábyrgur fyrir öllum skuldbindingum sjóðanna og fjármagnar þær.

Gott að hafa í huga

  • Ekki er nauðsynlegt að hefja töku eftirlauna hjá öllum sjóðum á sama tíma
  • Hægt er að óska eftir að umsókn um eftirlaun sé áframsend samtímis á aðra sjóði
  • Ef lífeyrisréttindi eru mjög lág er mögulega hægt að fá þau greidd með eingreiðslu
  • Ef taka eftirlauna hefur hafist hjá einum sjóði er ekki lengur mögulegt að óska eftir skiptingu réttinda milli maka
  • Eftirlaunaréttindi í öllum sjóðum má sjá á Mínum síðum