Fara á efnissvæði
Mínar síður

Erlendir ríkisborgarar

Erlendir ríkisborgarar sem hafa greitt iðgjöld til LSR eiga rétt til eftirlauna og örorkulífeyris í samræmi við greidd iðgjöld auk þess að eiga kost á maka- og barnalífeyri ef skilyrði eru uppfyllt. Sækja þarf um slíkar greiðslur með eyðublöðum á Mínum síðum.

Endurgreiðslur iðgjalda við brottflutning

Í sumum tilvikum geta erlendir ríkisborgarar sem flytjast af landi brott fengið iðgjöld sem þeir hafa greitt í íslenskan lífeyrissjóð endurgreidd. Í samræmi við lög gilda eftirfarandi reglur hjá LSR:

Ekki er veitt endurgreiðsla ef sjóðfélagi er ríkisborgari og/eða með fasta búsetu í einhverju eftirtalinna landa:

  • EFTA-löndin: Ísland, Liechtenstein og Noregur auk Sviss.
  • ESB-löndin: Austurríki – Belgía – Búlgaría – Danmörk – Eistland – Finnland – Frakkland – Grikkland – Holland – Ítalía – Írland - Króatía - Kýpur (gríski hlutinn) – Lúxemborg – Lettland – Litháen – Malta – Portúgal – Pólland – Rúmenía – Slóvakía – Slóvenía – Spánn – Svíþjóð – Tékkland – Ungverjaland – Þýskaland.
  • Bandaríkin
  • Bretland

Ekki er veitt endurgreiðsla ef sjóðfélagi er með tvöfalt ríkisfang þar sem annað ríkisfangið er innan EES-svæðisins.

 

Erlendir sjóðfélagar LSR

  • Safna lífeyrisréttindum með sama hætti og íslenskir ríkisborgarar
  • Ef flutt er af landi brott geymast áunnin réttindi
  • Möguleiki er á endurgreiðslu iðgjalda við brottflutning að uppfylltum skilyrðum

Útreikningur endurgreiðslu

Ef erlendur ríkisborgari á rétt til endurgreiðslu iðgjalda fer útreikningur endurgreiðslu eftir því hversu lengi viðkomandi hefur greitt iðgjöld:

A-deild – Iðgjöld greidd skemur en þrjú ár:
Framlag bæði sjóðfélaga og launagreiðanda er endurgreitt að fullu.

A-deild – Iðgjöld greidd í þrjú til fimm ár:
Framlag síðustu þriggja ára er endurgreitt skv. eftirfarandi töflu, sem miðast við aldur hins erlenda ríkisborgara. Iðgjöld sem greidd voru þar á undan, þ.e. þau iðgjöld sem ekki veita rétt til framreiknings örorkulífeyris, eru endurgreidd án frádráttar.

Aldursbil Endurgreiðsluhlutfall
29 ára og yngri 100%
30-34 ára 95%
35-39 ára 90%
40-44 ára 85%
45-49 ára 80%
50-59 ára 75%
60-64 ára 80%
65 ára og eldri 85%

 

B-deild – Iðgjöld greidd skemur en fimm ár:
Framlag bæði sjóðfélaga og launagreiðanda er endurgreitt að fullu.

A- og B-deild – Iðgjöld greidd í fimm ár eða lengur:
Endurgreiðslur eru ákvarðaðar samkvæmt mati frá tryggingastærðfræðingi sjóðsins.

Við endurgreiðslur eru greidd iðgjöld uppreiknuð í samræmi við vísitölu neysluverðs, en án vaxta.

Endurgreiðsla iðgjalda er skattskyld samkvæmt gildandi lögum.

Nauðsynleg gögn fyrir umsókn um endurgreiðslu:

  • Staðfesting launagreiðanda á starfslokum
  • Afrit af vegabréfi
  • Afrit eða staðfesting á farseðli
  • Upplýsingar um reikningsnúmer í íslenskum banka
  • Staðfesting á varanlegri búsetu í viðkomandi landi