Fara á efnissvæði
Mínar síður

Barnalífeyrir við örorku eða fráfall sjóðfélaga

Börn sjóðfélaga sem falla frá eiga rétt á barnalífeyri vegna andláts til 22 ára aldurs.

Skilyrði fyrir rétti á barnalífeyri er að sjóðfélagi hafi uppfyllt eitt af eftirfarandi skilyrðum:

  • Greitt í sjóðinn í a.m.k. 24 mánuði á síðustu 36 mánuðum fyrir andlát
  • Greitt í sjóðinn í a.m.k. sex af síðustu tólf mánuðum fyrir andlát
  • Verið á eftirlaunum úr sjóðnum við andlát
  • Fengið örorkulífeyrisgreiðslur úr sjóðnum við andlát 

Börn sjóðfélaga sem fær örorkulífeyrisgreiðslur úr A-deild eiga jafnframt rétt til barnalífeyris vegna örorku. Skilyrði er þó að sjóðfélaginn eigi rétt á framreikningi, þ.e. hafi greitt til sjóðsins í a.m.k. þrjú af síðustu fjórum almanaksárum og greitt iðgjald í a.m.k. sex mánuði á síðustu tólf mánuðum fyrir orkutapið.

Barnalífeyrir í A-deild:

  • Greiðist þar til barn verður 22 ára
  • Barnalífeyrir vegna andláts greiðist á reikning barnsins
  • Barnalífeyrir vegna örorku greiðist til framfæranda til 18 ára aldurs, eftir það til barnsins

Fjárhæðir barnalífeyris

Barnalífeyrir vegna andláts eða örorku eru fastar mánaðarlegar upphæðir sem hækka mánaðarlega í takt við vísitölu neysluverðs. Börn örorkulífeyrisþega fá greitt hlutfall þessarar upphæðar í samræmi við örorkuhlutfall.

Upphæð fulls barnalífeyris vegna andláts:

36.435 kr. á mánuði

Upphæð fulls barnalífeyris vegna örorku:

27.326 kr. á mánuði

Upphæðir fyrir janúar 2025