Fara á efnissvæði
Mínar síður

Eftirlaun

Öruggar tekjur til æviloka

Örorkulífeyrir

Léttir undir ef starfsorka skerðist

Makalífeyrir

Greiddur til maka ef sjóðfélagi fellur frá

Barnalífeyrir

Til 22 ára aldurs við örorku eða fráfall sjóðfélaga

Eftirlaun til æviloka

Eftirlaunaréttindi miðast við 67 ára aldur, en í A-deild er engu að síður hægt að hefja töku eftirlauna hvenær sem er á tímabilinu frá 60-80 ára. Upphæð mánaðarlegra eftirlauna hækkar eða lækkar eftir því hvort taka eftirlauna hefst fyrir eða eftir 67 ára.

Eftirlaun greiðast mánaðarlega í lok hvers mánaðar og fer fjárhæð eftir áunnum réttindum yfir starfsævina. Á Mínum síðum sérðu réttindin sem þú hefur safnað og getur áætlað réttindi fram í tímann. Eftirlaun eru verðtryggð og breytast því í takt við vísitölu neysluverðs.

Eftirlaun í A-deild LSR

  • Hægt að hefja hvenær sem er frá 60-80 ára
  • Greiðast mánaðarlega til æviloka
  • Má taka samhliða launuðum störfum
  • Greiðslur eru verðtryggðar

Vinna samhliða eftirlaunum

Sjóðfélagar geta fengið greidd eftirlaun úr A-deild LSR samhliða því að halda áfram vinnu og launagreiðslur eða aðrar tekjur hafa ekki áhrif á fjárhæð eftirlauna úr A-deild. Ef þú færð greidd laun eftir að taka eftirlauna hefst þá heldur réttindaávinnsla áfram til 70 ára aldurs.

  • Í aldurstengdri réttindaávinnslu breytist réttindaávinnsla ekki þótt sjóðfélagi hafi hafið töku lífeyris.
  • Í jafnri réttindaávinnslu veita iðgjöld sem greidd eru til sjóðsins samhliða eftirlaunatöku 50% minni réttindi en iðgjaldagreiðslur áður en eftirlaunataka hefst. Þetta gildir þó ekki fyrir réttindi sem ávinnast af starfi meðfram töku á hálfum lífeyri. Hér má lesa nánar um jafna og aldurstengda ávinnslu.

Við 70 ára aldur eru eftirlaun svo endurreiknuð og viðbótarréttindi sem safnast hafa frá töku eftirlauna bætast við. Ekki er greitt í lífeyrissjóð eftir 70 ára aldur.

Þrennt fólk talar saman á kaffistofu á skrifstofu.

Hálf eftirlaun

Hægt er að taka hálf eftirlaun frá 60 ára aldri. Ef það er gert hefjast greiðslur á helmingi eftirlaunaréttinda, en hinn helmingurinn geymist og eykst í samræmi við iðgjaldagreiðslur og reglur sjóðsins um frestun eftirlaunagreiðslna. Þegar sótt er um full eftirlaun er geymdu réttindunum svo bætt við eftirlaunagreiðslurnar. Hægt er að fresta töku á fullum eftirlaunum allt til 80 ára aldurs.

Ef þú sækir um hálf eftirlaun frá LSR getur þú óskað eftir því að umsóknin nái líka til réttinda sem þú átt hjá öðrum lífeyrissjóðum, séu þau til staðar.

Samhliða töku á hálfum eftirlaunum hjá A-deild LSR getur þú sótt um greiðslur á hálfum ellilífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins í samræmi við reglur stofnunarinnar. Til þess þarf að uppfylla önnur skilyrði Tryggingastofnunar, eins og t.d. að starfshlutfall sé ekki meira en 50% á almanaksári og að sótt hafi verið um hálf eftirlaun úr öllum lífeyrissjóðum sem þú átt réttindi í. 

Nánari upplýsingar á vef Tryggingastofnunar ríkisins