Sem sjóðfélagi í LSR öðlastu rétt á eftirlaunum til æviloka. Að auki veitir lífeyrisiðgjaldið réttindi til örorkulífeyris ef starfsgeta þín skerðist og við fráfall getur fjölskylda þín átt kost á maka- og barnalífeyri.
Samtryggingarsjóðir LSR eru tveir, A- og B-deild. Einfalda reglan er að ef þú byrjaðir að greiða til LSR árið 1997 eða seinna ertu í A-deild. Ef þú hefur greitt reglulega til LSR síðan fyrir þann tíma er mögulegt að þú sért í B-deild. Að auki eiga margir sjóðfélagar réttindi í báðum deildum.
LSR sér einnig um útgreiðslu, fyrir hönd ríkisins, fyrir lífeyrissjóði sem hafa verið lagðir niður: ESÚÍ og LA og LR.