Launagreiðendur

Sérstakt iðgjald, sk. lífeyrisaukaiðgjald, mun hækka úr 4,58% í 4,67% þann 1. janúar 2025. Samtals verður iðgjald launagreiðanda því 16,17%. Þessi breyting er gerð í samræmi við 8. mgr. ákvæðis IX til bráðabirgða við lög um LSR, nr. 1/1997, en þar er kveðið á um að endurskoða skuli iðgjaldið árlega í samræmi við tryggingafræðilega athugun.

Spurt og svarað


Sjóðir LSR

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) samanstendur af A-deild og B-deild, sem er eldra réttindakerfi sjóðsins, ásamt Séreign LSR. LSR annast einnig umsýslu fyrir ESÚÍ.

Rafræn iðgjaldaskil

Skilagreinar má senda rafrænt til LSR í gegnum launagreiðendavef LSR, sem viðhengi í tölvupósti eða sem XML-skrá í gegnum launakerfi. LSR tekur ekki við skilagreinum á pappír.

Aðild að A-deild LSR

Launagreiðendur sem hafa ekki aðild að A-deild geta sótt um að greiða þangað fyrir starfsmenn sína að uppfylltum ákveðnum aðildarskilyrðum.

Iðgjaldaskil og skilagreinar

Merkja þarf allar skilagreinar með réttu SAL númeri til auðkenningar. Iðgjöld skal leggja inn á viðeigandi bankareikninga.