Fastir vextir eða breytilegir
Tvenns konar verðtryggð fasteignalán eru í boði hjá LSR. Annars vegar eru lán með vöxtum sem eru fastir út allan lánstímann og hins vegar lán með breytilegum vöxtum sem eru endurskoðaðir á 36 mánaða fresti en haldast óbreyttir þess á milli.
Fastir vextir út lánstímann veita meiri stöðugleika í afborgunum, því vextir lánsins munu ekki breytast í takt við almenna þróun vaxta á afborgunartíma lánsins. Eina breytingin á afborgunum mun verða vegna verðbólguþróunar.
Þegar tekið er lán með breytilegum vöxtum er vöxtunum breytt á 36 mánaða fresti. Við ákvarðanir á breytilegum verðtryggðum vöxtum LSR er horft til ýmissa efnahagslegra þátta. Þannig geta vextirnir ýmist hækkað eða lækkað á lánstímanum og sveiflur á afborgunum eru jafnan meiri en á lánum með föstum vöxtum út lánstímann. Tilkynnt er um allar vaxtabreytingar á vef sjóðsins.
Þróun vaxta á fasteignalánum
-
Fram til 15. janúar 2019 bauð LSR verðtryggð lán sem voru með vaxtaendurskoðun fjórum sinnum á ári. Þessi lán eru ekki lengur í boði þegar tekin eru ný fasteignalán, en vextir slíkra lána sem tekin voru á sínum tíma geta tekið breytingum í byrjun janúar, apríl, júlí og október ár hvert.
Vextir þessara lána eru í dag 4,10%.
Þróun vaxta eldri breytilegra verðtryggðra lána