Fara á efnissvæði
Mínar síður

Umframgreiðslur og uppgreiðslur lána

Hægt er að greiða inn á lán eða greiða lán upp að fullu án aukakostnaðar hvenær sem er. Einfaldast og fljótlegast er að afgreiða umfram- eða uppgreiðslur á Mínum síðum.

Til að greiða aukalega inn á lán, þ.e. umfram það sem greitt er af láninu að jafnaði, er stofnuð greiðslubeiðni á Mínum síðum. Þar má einnig útbúa umframgreiðslusamning til að greiða aukalega inn á lán með fleiri en einni greiðslu.

Innan klukkustundar frá stofnun greiðslubeiðni mun krafa birtast í heimabanka. Eftir að krafan hefur verið greidd birtist greiðslan í greiðslusögu lánsins á Mínum síðum degi síðar. Krafan er valkvæð og fellur niður 3 dögum eftir gjalddaga ef hún er ekki greidd.

Til að umframgreiðsla nýtist til að lækka höfuðstól lánsins þarf hefðbundin afborgun að vera greidd áður en umframgreiðsla er stofnuð.  Ef það er ekki gert fer umframgreiðslan í að borga ógreiddan gjalddaga fyrst ásamt áföllnum vöxtum í stað þess að lækka höfuðstólinn.

Uppgreiðsla láns fer fram með sama hætti, en þá er stofnuð uppgreiðslukrafa. Uppgreiðsluverðmætið er sótt sjálfkrafa og krafa birtist í heimabanka innan klukkustundar.

Ekki á að greiða hefðbundna  afborgun samhliða því að uppgreiðslukrafa er stofnuð þar sem afborgunin er hluti af uppgreiðslukröfunni sem stofnast.

Kröfu vegna uppgreiðslu láns að fjárhæð kr. 10 milljónum eða meira þarf að greiða samdægurs fyrir kl. 16:00 en fyrir kl. 20:30 vegna lægri upphæða.

Umfram-/uppgreiðslur sjást í greiðslusögu lánsins á Mínum síðum daginn eftir að greiðsla er innt af hendi. Ef umframgreiðsla/uppgreiðsla er framkvæmd um helgi berst greiðslan inn á lán næsta virka dag á eftir. 

Mínar síður