Fara á efnissvæði
Mínar síður

Innheimta

Við hvetjum lántakendur til að kynna sér lausnir á greiðsluvanda ef þeir sjá fram á að eiga í vandræðum með að greiða af láni sínu og hafa samband við sjóðinn til að leita lausna. 

Ef ekki er staðið við skuldbindingar samkvæmt skuldabréfi ber lántakanda að greiða dráttarvexti samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Íslands. Jafnframt geta vanskilagjöld bæst við lánið. Við vanskil er LSR heimilt að fella alla skuldina í gjalddaga fyrirvaralaust. Sem síðasta úrræði gæti fasteignin verið seld nauðungarsölu ef ekki er staðið í skilum á greiðslum.

Aðgerðir vegna vanskila

Ef vanskil verða á afborgun lána eru send út eftirtalin bréf með tilheyrandi kostnaði skv. gjaldskrá:

  • 30 daga vanskil: Áminning
  • 60 daga vanskil: Lokaaðvörun
  • 90 daga vanskil: Innheimtubréf
  • 120 daga vanskil: Veðeigendum og lántakendum birt greiðsluáskorun
  • 150 daga vanskil: Nauðungarsölubeiðni send til sýslumanns

Ef lántakandi hefur samband við sjóðinn og semur um greiðslur vegna vanskila er skráður greiðslufrestur. Þá stöðvast innheimtuferlið eftir 90 daga og hægt er að forðast töluverðan innheimtukostnað. Framangreint á þó eingöngu við ef lánið er ekki komið í nauðungarsöluferli og er því alltaf ráðlagt að hafa samband sem fyrst ef lán er komið í vanskil.  Best er að senda póst á lan@lsr.is eða hringja í lánasvið í síma 510 6100.