Fara á efnissvæði
Mínar síður

Veðflutningur

Hægt er að flytja lán á milli eigna við kaup og sölu fasteigna. Þá þarf að senda inn rafræna umsókn um veðflutning, en henni þurfa að fylgja:

  • Síðustu kvittanir áhvílandi lána
  • Veðbókarvottorð (sjóðurinn getur í flestum tilfellum útvegað rafrænt veðbókarvottorð gegn vægu gjaldi)
  • Kaupsamningur/kauptilboð

Umsókn um veðflutning

Skilmálabreyting

Hægt er að óska eftir skilmálabreytingu fasteignalána. Breytingar sem standa til boða eru:

  • Lenging / stytting lánstíma
  • Skipting úr breytilegum vöxtum í fasta vexti
  • Fjölgun gjalddaga
  • Breyting á tegund afborgana (úr jöfnum greiðslum í jafnar afborganir eða öfugt)

Við skilmálabreytingar lána gæti þurft að fara í greiðslumat.

Umsókn um skilmálabreytingu