Fara á efnissvæði
Mínar síður

Samanburður lána

Verðtryggð lán eru með lægri vöxtum og lægri afborgunum í upphafi, en eignamyndun er hægari. Óverðtryggð lán eru með hærri vöxtum og hærri afborgunum í upphafi, en um leið er eignamyndun hraðari. Hér má sjá meginmuninn á þessum þremur mismunandi kostum.

Óverðtryggt
fast til 36 mánaða
Verðtryggt
fast til 36 mánaða
Verðtryggt
fast út lánstímann
Mánaðarleg afborgun í upphafi Hærri Lægri Lægri
Eignamyndun Hraðari Hægari Hægari
Breytingar á greiðslubyrði Miklar Miðlungs Minnstar

Einnig er valið milli jafnra greiðslna (annuity) og jafnra afborgana. 

  • Jafnar greiðslur: Mánaðarleg afborgun er lægri í upphafi, en eignamyndun er hægari
  • Jafnar afborganir: Mánaðarleg afborgun er hærri í upphafi, en eignamyndun er hraðari

Best er að sjá muninn á lánategundunum og tegundum afborgana með því að nota lánareiknivélina. Prófaðu þig áfram með mismunandi valkosti og við bendum sérstaklega á að bera saman liðinn „Heildargreiðsla“ áður en ákvörðun er tekin. 

Blandað lán – bæði verðtryggt og óverðtryggt

Við bendum sérstaklega á að hægt er að taka blandað lán sem er að hluta verðtryggt og að hluta óverðtryggt. Þannig má fara bil beggja og nýta kosti bæði verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Einfaldast er að nýta reiknivélina til að meta hvort blandað lán henti þér.