Fara á efnissvæði
Mínar síður

Lánareglur LSR og lög um fasteignalán

Um lánveitingar LSR til einstaklinga gilda sérstakar lánareglur sjóðsins. Jafnframt gilda lög um fasteignalán til neytenda nr. 118/2016 gilda um slík lán.

Samkvæmt lögunum ber lánveitanda að veita neytanda ýmsar upplýsingar fyrir lántöku. Þessar upplýsingar á að veita á stöðluðu eyðublaði. Til viðbótar við staðlað eyðublað á lánveitandi að veita neytendum upplýsingar um þróun höfuðstóls og greiðslubyrði og þróun verðlags og vaxta, eftir því sem við á. Þessar upplýsingar má finna á hlekkjum hér til hliðar.

Jafnframt er lánveitendum skylt að meta lánshæfi og greiðslugetu neytenda áður en lán er veitt og skal lán aðeins veitt ef lánveitandi telur líklegt að neytandi geti staðið í skilum með það að teknu tilliti til niðurstöðu lánshæfis- og greiðslumats. Tilgangurinn með þessu er að stuðla að ábyrgum lánveitingum.

Lögin kveða á um ýmis réttindi til hagsbóta fyrir neytendur og eru einstaklingar hvattir til að kynna sér þau vel. Lögin í heild sinni má nálgast á vef Alþingis.

Neytendastofa annast eftirlit með lögunum og eru ýmsar upplýsingar tengdar lögunum að finna á vef Neytendastofu

Úrskurðar- og réttarúrræði

Ef ágreiningur um fasteignalán rís milli LSR, sem lánveitanda, og lántaka, getur lántaki sent LSR kvörtun. Kvörtun er hægt að bera fram með bréfi stílað á

Gæðastjóri LSR
LSR
Engjateigi 11
105 Reykjavík

Einnig má senda kvörtun með tölvupósti á gaedastjori@lsr.is eða hafa samband við LSR í síma 510 6100. Neytandi fær upplýsingar um meðhöndlun kvartana með tölvupósti eða með bréfi.