Ef mikil breyting verður á vaxtastigi geta afborganir óverðtryggðra lána breyst talsvert við hverja endurskoðun, en þess á milli haldast afborganirnar óbreyttar. Þannig þarf ávallt að hafa í huga við lántöku að afborganir geti hækkað töluvert ef miklar vaxtabreytingar verða milli endurskoðunartímabila.
Í lánareiknivélinni er hægt að skoða áætlaðar afborganir af óverðtryggðum lánum og þróun höfuðstóls. Þar má einnig slá inn vaxtaprósentu að eigin vali til að kanna hver áhrifin yrðu af því að vextir hækki eða lækki.