Fyrirvarar
Hér má finna samanburð á mismunandi lánum og tegundum afborgana.
Vakin er athygli á að fjárhæðir greiðslna í lánareiknivél miða við að vextir séu óbreyttir út lánstímann en vaxtakjör lána með breytilegum vöxtum geta breyst á lánstímanum. Greiðslur verðtryggðra lána miða við þá áætluðu verðbólgu sem er valin en breytingar á vísitölu geta haft áhrif á heildarfjárhæð láns sem lántaka ber að greiða.
Reglur Seðlabanka Íslands;
Samkvæmt reglum Seðlabanka Íslands nr. 701/2022 er hámark mánaðarlegrar greiðslubyrðar fasteignalána 35% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum lánsumsækjanda þegar fasteignalán er veitt. Hámarkið er 40% þegar um er að ræða fjármögnun kaupa á fyrstu fasteign. Lánsumsækjendur þurfa því að standast framangreint skilyrði við lántöku. Við útreikning hámarks greiðslubyrðar fasteignalána er heimilt að miða við lán með jöfnum greiðslum og lánstíma að hámarki 40 ár fyrir óverðtryggð fasteignalán og að hámarki 25 ár fyrir verðtryggð lán. Við útreikninginn skal að lágmarki miða við samningsvexti viðkomandi láns en þó ekki lægri en 5,5% vexti af óverðtryggðum lánum og 3% vexti af verðtryggðum lánum.