Fjölbreytt og sveigjanleg fasteignalán
Hjá LSR getur þú fengið fasteignalán ef þú hefur greitt iðgjald til LSR einhvern tímann á síðastliðnum 5 árum. Fasteignalán LSR fást bæði verðtryggð og óverðtryggð. Ekki þarf að greiða uppgreiðslugjald, hvorki þegar greitt er inn á lán né þegar það er greitt upp að fullu.
4
Fjöldi lánategunda
9%
Óverðtryggt lán, vextir breytilegir á 36 mán. fresti
4,5%
Verðtryggt lán, vextir breytilegir á 36 mán. fresti
4,5%
Verðtryggt lán, vextir fastir út lánstímann
75.000.000 kr.
Hámarksfjárhæð láns
1.000.000 kr.
Lágmarksfjárhæð láns
5 - 40 ár
Lánstími verðtryggðra lána
3 - 40 ár
Lánstími óverðtryggðra lána
Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá lán?
- Lán eru einungis veitt gegn veði í íbúðarhúsnæði á Íslandi til eigin nota þar sem lántaki hefur eða verður með lögheimili.
- Fjárhæð þess láns sem sótt er um ásamt lánum sem standa framar í veðröð mega að hámarki vera 65% af fasteignamati eða söluverði fasteignar samkvæmt kaupsamningi.
- Hámarksveðsetning getur þó farið í allt að 70% af fasteignamati eða söluverði fasteignar samkvæmt kaupsamningi ef LSR lánar gegn 1. veðrétti eða ef LSR lánar í samfelldri veðröð frá og með 1. veðrétti.
- Hámarksveðsetning takmarkast einnig alltaf af því að fjárhæð lána á viðkomandi fasteign getur aldrei orðið hærri en samtala brunabótamats og lóðarmats.
- Allir þinglýstir eigendur/kaupendur viðkomandi fasteignar þurfa að gerast lántakar og standast greiðslumat og lánshæfismat.
Hvernig sæki ég um lán?
Lánsumsókn er stofnuð á Mínum síðum. Í umsóknarferlinu er m.a. farið í gegnum rafrænt greiðslumat sem greitt er fyrir skv. gjaldskrá.
Fyrir fasteignakaup þarf að skila inn:
- Undirrituðu kauptilboði/kaupsamningi vegna fasteignar sem verið er að kaupa
- Undirrituðu kauptilboði/kaupsamningi vegna fasteignar sem verið er að selja, ef við á
- Staðfestingu á fé sem á að nota til fasteignakaupa (ef ekki á að nota fé úr sölu fasteignar)
Ef um skilnað eða sambúðarslit er að ræða þarf að skila inn
- Fjárskipta- og skilnaðarsamningi staðfestum af sýslumanni
- Staðfestingu á skiptingu eigna og skulda, undirrituðu af báðum aðilum
Ef þú uppfyllir eitthvert þessara skilyrða getur þú sótt um fasteignalán hjá LSR:
- Hefur greitt iðgjald til LSR einhverju sinni á sl. 5 almanaksárum
- Hefur einhvern tímann greitt iðgjald til LSR og ekki greitt iðgjald til annars lífeyrissjóðs eftir að greiðslum til LSR lauk
- Ert lífeyrisþegi hjá LSR og hefur greitt iðgjald til LSR í a.m.k. 10 ár samtals
- Ert makalífeyrisþegi hjá LSR og maki þinn hefði átt lánsrétt