Vilhjálmur hefur starfað sem sérfræðingur og verkefnastjóri hjá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans frá árinu 2012. Hann hefur stýrt og tekið þátt í fjölbreyttum fjárfestingaverkefnum og hefur víðtæka reynslu af fjármálamarkaði. Hann er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands frá 2009 og MS-gráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum frá Aarhus School of Business frá 2011. Vilhjálmur hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Við bjóðum Vilhjálm velkominn til starfa!