Fara á efnissvæði
Mínar síður
Fréttayfirlit

Vilhjálmur Pétursson ráðinn sjóðstjóri hjá LSR

17. janúar 2023

LSR hefur ráðið Vilhjálm Pétursson í starf sjóðstjóra á eignastýringasviði. Vilhjálmur kemur inn í innlent teymi eignastýringar, með áherslu á óskráð verðbréf og fjárfestingagreiningar. Hann mun hefja störf hjá LSR innan skamms.

Vilhjálmur hefur starfað sem sérfræðingur og verkefnastjóri hjá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans frá árinu 2012. Hann hefur stýrt og tekið þátt í fjölbreyttum fjárfestingaverkefnum og hefur víðtæka reynslu af fjármálamarkaði. Hann er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands frá 2009 og MS-gráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum frá Aarhus School of Business frá 2011. Vilhjálmur hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Við bjóðum Vilhjálm velkominn til starfa!