Sjóðfélagafundur LSR um aðgerðir vegna hækkandi lífaldurs var haldinn 22. febrúar. Hér má finna upptöku frá fundinum:
Hér má jafnframt finna glærukynningu fundarins.
Á fundinum fóru Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri LSR, Anna Björk Sigurðardóttir sviðsstjóri lífeyrissviðs LSR og Benedikt Jóhannesson tryggingastærðfræðingur sjóðsins með erindi, auk þess sem tekið var við spurningum.
Fjölmennt var á fundinum, auk þess sem margir fylgdust með vefútsendingu. Hægt var að senda inn fyrirspurnir í gegnum netið og þótt margar þeirra hafi verið bornar upp tókst ekki að afgreiða þær allar. Þeim sem áttu ósvaraðar spurningar er bent á að senda fyrirspurnir á lsr@lsr.is.