Fara á efnissvæði
Mínar síður
Fréttayfirlit

Upptaka frá sjóðfélagafundi LSR um hækkandi lífaldur 22. febrúar

22. febrúar 2023

Sjóðfélagafundur LSR um aðgerðir vegna hækkandi lífaldurs var haldinn 22. febrúar. Hér má finna upptöku frá fundinum:

Hér má jafnframt finna glærukynningu fundarins.

Á fundinum fóru Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri LSR, Anna Björk Sigurðardóttir sviðsstjóri lífeyrissviðs LSR og Benedikt Jóhannesson tryggingastærðfræðingur sjóðsins með erindi, auk þess sem tekið var við spurningum.

Fjölmennt var á fundinum, auk þess sem margir fylgdust með vefútsendingu. Hægt var að senda inn fyrirspurnir í gegnum netið og þótt margar þeirra hafi verið bornar upp tókst ekki að afgreiða þær allar. Þeim sem áttu ósvaraðar spurningar er bent á að senda fyrirspurnir á lsr@lsr.is.