Helstu verkefni og ábyrgð starfsins eru:
- Að veita sjóðfélögum og lífeyrisþegum persónulega og faglega þjónustu, bæði í síma, tölvupósti og í móttöku.
- Ráðgjöf um lífeyrisréttindi og séreignarsparnað hjá LSR.
- Öflun og skráning gagna sem tengjast lífeyrisréttindum.
- Umsjón með umsóknum um lífeyri og breytingum á lífeyrisréttindum.
- Þátttaka í umbótaverkefnum lífeyrissviðs sem stuðla að betri þjónustu og rekstri.
Nánari upplýsingar um starfið má finna á Alfreð, þar sem einnig er tekið við umsóknum. Umsóknarfrestur er til 22. janúar.