Fara á efnissvæði
Mínar síður
Fréttayfirlit

Samkomulag við ríkissjóð um sjóðfélagalán Grindvíkinga

9. febrúar 2024

LSR er einn 12 lífeyrissjóða sem hafa undirritað samkomulag við fjármála- og efnahagsráðherra um stuðning ríkissjóðs vegna húsnæðislána lífeyrissjóða til Grindvíkinga. Samkvæmt samkomulaginu mun ríkissjóður greiða áfallna vexti og verðbætur af sjóðfélagalánum einstaklinga í Grindavík yfir sex mánaða tímabil.

Stuðningurinn takmarkast við áfallna vexti og verðbætur af sjóðfélagalánum sem nema að hámarki samtals 50 milljónum króna með gjalddaga í desember 2023 til og með maí 2024. Gert er að skilyrði að fasteign hafi verið til eigin nota lántaka og að hann hafi verið með skráð lögheimili í íbúðarhúsnæðinu þann 1. nóvember 2023.

LSR mun á næstunni hafa samband við lántakendur sína í Grindavík til að kynna þetta úrræði fyrir þeim og upplýsa um næstu skref.