LSR býður sjóðfélögum á kynningarfund miðvikudaginn 22. febrúar þar sem kynntar verða aðgerðir sjóðsins til að bregðast við hækkandi lífaldri. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica og mun hefjast kl. 15:00.
Eins og fram hefur komið var réttindatöflum LSR breytt um síðustu áramót til að bregðast við væntingum um hækkandi lífaldur sjóðfélaga til framtíðar. Samhliða því voru gerðar breytingar á samþykktum LSR sem miða að því að tryggja jafnvægi sjóðsins út frá nýju réttindatöflunum.
Á fundinum verður meðal annars farið yfir breyttar lífslíkur, áhrif þeirra á A-deild LSR, viðbrögð sjóðsins og áhrif þeirra á sjóðfélaga. Fundurinn á Hilton Reykjavík Nordica er opinn öllum sjóðfélögum, auk þess sem sent verður út frá fundinum á netinu.