Fara á efnissvæði
Mínar síður
Fréttayfirlit

Nýr ytri endurskoðandi LSR næstu fjögur árin

15. desember 2023

Fyrirtækið Grant Thornton endurskoðun ehf. mun sjá um ytri endurskoðun fyrir LSR árin 2023-2026 eftir tilnefningu ríkisendurskoðanda.

Ríkisendurskoðandi er ábyrgðaraðili endurskoðunar LSR skv. lögum nr. 1/1997 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Ríkisendurskoðun var áður með samstarfssamning við Ernst & Young, sem hefur séð um endurskoðun fyrir sjóðinn síðustu ár, en í kjölfar sameiningar Ernst & Young og Deloitte bauð ríkisendurskoðandi út verkefnið í samræmi við heimildar sínar um útvistun verkefna. Í framhaldi tilnefndi hann Grant Thornton endurskoðun ehf. til að annast endurskoðun ársreikninga LSR fyrir árin 2023 – 2026.

Hjá Grant Thornton endurskoðun ehf. starfar fjöldi reynslumikilla endurskoðenda og sérfræðinga, sem m.a. hafa komið að endurskoðun hjá lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og sveitarfélögum.

Davíð Arnar Einarsson, löggiltur endurskoðandi, mun leiða verkefnið. Með honum í kjarnateymi verða Sturla Jónsson, löggiltur endurskoðandi, sem mun ásamt Davíð undirrita ársreikninga LSR og Bjarni Már Jóhannesson, löggiltur endurskoðandi, auk annars starfsfólks sem kemur að verkefninu.

Við bjóðum starfsfólk Grant Thornton endurskoðunar ehf. velkomin til starfa.