Í tillögunni er virði HFF-bréfanna metið 651 ma.kr. og felst uppgjörið í að ríkissjóður afhendi kröfuhöfum ný ríkisskuldabréf að fjárhæð 540 ma.kr., verðbréf að andvirði 38 ma.kr. og reiðufé að andvirði 73 ma.kr.
LSR hefur yfirfarið tillögurnar vandlega og komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum sjóðfélaga sé best þjónað með því að ganga að tilboðinu. Stjórn LSR ákvað því á fundi sínum í dag, 9. apríl, að sjóðurinn muni greiða atkvæði með samþykkt tilboðsins á fundi kröfuhafa 10. apríl.