Fara á efnissvæði
Mínar síður
Fréttayfirlit

LSR fær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í fimmta sinn

11. október 2024

LSR hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í fimmta sinn þegar hún var veitt við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands. Jafnvægisvogin er veitt fyrirtækjum og stofnunum sem uppfylla markmið verkefnisins um 40/60 kynjahlutfall meðal stjórnenda.

Það er Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, sem stendur að Jafnvægisvoginni. Í ár fengu 130 fyrirtæki og stofnanir viðurkenninguna, sem er metfjöldi.

LSR leggur mikla áherslu á jafnrétti í sinni starfsemi og hefur sjóðurinn meðal annars sett sér jafnlauna- og jafnréttisáætlun. Þá hlaut sjóðurinn jafnlaunavottun árið 2021 og hefur viðhaldið henni síðan.