Fara á efnissvæði
Mínar síður
Fréttayfirlit

Íslenska lífeyriskerfið með þeim bestu í heimi

7. nóvember 2023

Samkvæmt alþjóðlegri lífeyrisvísitölu sem gefin er út árlega er íslenska lífeyriskerfið í öðru sæti meðal lífeyriskerfa. Lífeyriskerfi Hollands er það eina sem fær hærri einkunn í könnuninni í ár.

Þetta er í þriðja sinn sem Ísland er hluti af könnuninni, en alls tóku 47 lönd þátt í ár. Fjögur ríki hlutu einkunnina A í ár, Holland, Ísland, Danmörk og Ísrael. A-einkunn gefur til kynna „fyrsta flokks og öflugt lífeyriskerfi sem tryggir góð réttindi, er sjálfbært og sem traust ríkir um.“

Það er ráðgjafafyrirtækið Mercer sem stendur að vísitölunni ásamt CFA Institute, sem eru óhagnaðardrifin samtök fjárfesta um ábyrgar fjárfestingar.

Nánar er fjallað um rannsóknina á vef Landssamtaka lífeyrissjóða.