Frá og með 15. nóvember breytast vextir á nýjum fasteignalánum LSR. Vextir óverðtryggðra lána lækka um 0,5% og vextir verðtryggðra lána hækka um 0,2%.
Vextirnir breytast með eftirfarandi hætti:
- Óverðtryggðir vextir lækka um 0,5 prósentustig og verða 9,0%. Vextir óverðtryggðra sjóðfélagalána hjá LSR eru fastir í 36 mánuði í senn.
- Verðtryggðir breytilegir vextir nýrra fasteignalána hækka um 0,2 prósentustig og verða 4,5%. Verðtryggðir breytilegir vextir hjá LSR eru fastir til 3 ára í senn.
- Verðtryggðir fastir vextir nýrra fasteignalána hækka um 0,2 prósentustig og verða 4,5%. Verðtryggðir fastir vextir hjá LSR haldast óbreyttir út allan lánstímann.
Hér má finna nánari upplýsingar um fasteignalán LSR.