Fara á efnissvæði
Mínar síður
Fréttayfirlit

Breytingar á útgreiðslureglum séreignar

7. mars 2025

Frá og með 1. apríl næstkomandi verða útborgunardagar Séreignar LSR tveir fastir dagar í hverjum mánuði, 1. og 15. dagur mánaðarins.

Reglulegar, mánaðarlegar greiðslur verða áfram afgreiddar 1. hvers mánaðar. 

Umsóknir um útborgun þurfa að berast sjóðnum a.m.k. fimm virkum dögum fyrir umbeðna útborgunardagsetningu. Rétt eins og áður verður aðeins í boði að fá eina útgreiðslu í hverjum mánuði.

Nánar um séreign