Fréttir og tilkynningar

Samkomulag undirritað um breytingar á A-deild LSR
19. september 2016
Fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, BSRB, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands skrifuðu fyrr í dag undir samkomulag um breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. Samkomulagið tekur til réttinda í A-deild LSR.

Afkoma LSR á árinu 2015
13. apríl 2016
Nafnávöxtun LSR á árinu 2015 var 8,7% sem svarar til 6,5% hreinnar raunávöxtunar. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR síðustu fimm árin var 6,5%. Tekjur af fjárfestingarstarfsemi á árinu 2015 voru 46,8 milljarðar króna og heildareignir LSR voru 582,9 milljarðar króna í árslok 2015.