Hrein eign í árslok 2023
1.405.195
milljónir kr.
Nafnávöxtun 2023
9,2%
Hrein raunávöxtun 2023
1,0%
5 ára raunávöxtun
4,0%
að meðaltali á ári
Stærsti lífeyrissjóður landsins í örum vexti
LSR er stærsti lífeyrissjóður landsins í eignum talið og hefur vaxið hratt síðustu ár. Reynslumikið eignastýringarteymi sjóðsins metur fjárfestingarkosti með hliðsjón af fjárfestingarstefnum, eigendastefnu og sjálfbærnistefnu og hefur skilað sjóðfélögum ríkulegri ávöxtun til langs tíma litið.
Hrein eign til greiðslu lífeyris
5 ára meðaltal hreinnar raunávöxtunar
Vel dreift eignasafn
LSR leggur áherslu á að eignasafni sjóðsins sé vel dreift á fjölbreytta eignaflokka, sem takmarkar áhættu í samræmi við fjárfestingarstefnur. Ávöxtunarmöguleikar og fýsileiki fjárfestingarkosta eru ávallt metnir til móts við áhættu þeirra auk þess sem lagt er mat á umhverfisþætti, félagslega þætti og stjórnarhætti hvers fjárfestingarkosts.
Ólíkar fjárfestingarþarfir eftir deildum
LSR rekur tvær samtryggingardeildir og séreignardeild, sem skiptist í fjórar aðskildar leiðir. Alls eru þetta sex eignasöfn og hefur hvert þeirra sín sérkenni. Nánari upplýsingar má finna á síðum hvers eignasafns.