Í fjárfestingarstefnum LSR eru tilgreindar megináherslur sem unnið er eftir við ávöxtun á fjármunum sjóðanna. Þær miða að því að tryggja góða ávöxtun en jafnframt að takmarka áhættu eftir því sem kostur er.
Til að ná þessu marki er eignasamsetning ákveðin samkvæmt fyrirframmótaðri fjárfestingarstefnu, eignir tryggðar sem best og vandað til allra ákvarðana um fjárfestingar og vörslu á eignum sjóðanna.
Stjórn LSR endurskoðar fjárfestingarstefnur sjóðanna eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Við þá endurskoðun er tekið tillit til breytinga sem orðið hafa á innlendum og erlendum verðbréfamörkuðum, breytinga sem orðið hafa á umhverfi lífeyrissjóðanna og annarra ytri skilyrða sem áhrif hafa á rekstur og starfsumhverfi þeirra. Í fjárfestingarstefnunni eru sett markmið um eignasamsetningu sjóðsins.