B-deild LSR

Iðgjald er greitt af dagvinnulaunum

Mánaðarlegt iðgjald til B-deildar er 4% af dagvinnulaunum. Réttindi reiknast út frá starfshlutfalli og tíma. Sjóðfélagar fá 2% á ári fyrir fullt starf.

 

Þann 1.1.2018 sameinaðist LH - Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga B-deild LSR.  

 

Spurt og svarað


Hverjir greiða í B-deild?

Þeir sem greiddu til B-deildar í árslok 1996 hafa áfram rétt til aðildar. Falli greiðslur til sjóðsins niður lengur en í ár, fellur aðild niður. Frávik frá þessari meginreglu eru þó til.

32 ára og 95 ára reglan

32 ára reglan er samanlagður iðgjaldagreiðslutími til B-deildar LSR og 95 ára reglan er samanlagður iðgjaldagreiðslutími og lífaldur hjá B-deild LSR.

Einstaklingsaðild

Ef starf þitt hefur verið lagt niður eða breyting hefur orðið á rekstrarformi stofnunar, átt þú mögulega rétt á áframhaldandi aðild að B-deild. 

Iðgjald og ávinnsla

Í B-deild greiðir þú 4% af föstum dagvinnulaunum, orlofs- og persónuuppbót og af föstum reglubundnum vöktum. Fyrir 100% starf ávinnur þú þér 2% réttindi á ári.