Fréttir og tilkynningar

Vaxtalækkun á óverðtryggðum lánum
28. mars 2025
Vextir á nýjum óverðtryggðum lánum LSR lækka um 0,2 prósentustig, úr 8,5% í 8,3%, frá og með föstudeginum 28. mars 2025. Vextir óverðtryggðra sjóðfélagalána hjá LSR eru fastir í 36 mánuði í senn.

Langtímasýn LSR í fjárfestingum
12. mars 2025
Halla Kristjánsdóttir, sviðsstjóri eignastýringar LSR, birti í vikunni grein um sýn LSR á fjárfestingarstarfsemi sjóðsins, umboðsskyldu hans og verklag. Þar er meðal annars fjallað um mikilvægi þess að líta til sjálfbærni í rekstri og nýtingu auðlinda þegar horft er til lengri tíma í fjárfestingum.

Breytingar á útgreiðslureglum séreignar
7. mars 2025
Frá og með 1. apríl næstkomandi verða útborgunardagar Séreignar LSR tveir fastir dagar í hverjum mánuði, 1. og 15. dagur mánaðarins.

Vextir óverðtryggðra lána lækka í 8,5%
12. febrúar 2025
Vextir óverðtryggðra lána LSR lækka um 0,5 prósentustig, úr 9,0% í 8,5%, frá og með miðvikudeginum 12. febrúar 2025. Vextir óverðtryggðra sjóðfélagalána hjá LSR eru fastir í 36 mánuði í senn.
Lykiltölur LSR
Hrein eign til greiðslu lífeyris
1.405
milljarðar kr. í árslok 2023
Útgreiddur lífeyrir
93,6
milljarðar kr. árið 2023
Meðalfjöldi virkra sjóðfélaga
31.388
á árinu 2023
Meðalfjöldi lífeyrisþega
24.632
á árinu 2023