Séreign LSR
Fáðu launahækkun með séreignarsparnaði
Þegar þú greiðir í séreign bætir vinnuveitandi þinn 2% við launin þín og greiðir það inn á séreignarsparnaðinn. Það er bein launahækkun fyrir þig! Þess vegna ættu allir að nýta sér séreignarsparnað. Vandaðu valið – hjá LSR greiðir þú engin upphafsgjöld, þóknanir eða útgreiðslukostnað.

2%
launahækkun vegna mótframlags launagreiðanda
Engin
upphafsgjöld, þóknanir eða útgreiðslukostnaður

Fréttir og tilkynningar

Einungis lán með föstum vöxtum afgreidd
17. október 2025
Vegna dóms Hæstarréttar í máli nr. 55/2024 mun LSR að svo stöddu eingöngu afgreiða umsóknir um lán með föstum vöxtum út lánstímann. LSR mun þó afgreiða allar þær lánsumsóknir sem þegar eru í vinnslu hjá sjóðnum.

LSR fær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar
10. október 2025
LSR hefur hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025 en hún var afhent við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands 9. október. Þetta er í sjötta sinn sem LSR hlýtur viðurkenninguna.

Innskráning með Evrotrust
16. september 2025
Sjóðfélögum LSR býðst nú að nota Evrotrust við innskráningu á Mínar síður, en það er valkostur sem nýtist helst þeim sem ekki eru með gilt íslenskt vegabréf.

Yfirlit og fréttabréf til sjóðfélaga
12. september 2025
Næstu daga munu sjóðfélagar í A-deild og Séreign LSR fá send yfirlit sín fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Með yfirlitunum fylgir fréttabréf LSR ásamt upplýsingum um afkomu sjóðsins á síðasta ári.
Lykiltölur LSR
Hrein eign til greiðslu lífeyris
1.567
milljarðar kr. í árslok 2024
Útgreiddur lífeyrir
103,6
milljarðar kr. árið 2024
Meðalfjöldi virkra sjóðfélaga
31.997
á árinu 2024
Meðalfjöldi lífeyrisþega
25.901
á árinu 2024