Fréttir og tilkynningar
Séreignargreiðslur áfram leyfðar inn á fasteignalán
10. janúar 2025
Heimild til skattfrjálsrar nýtingar séreignarsparnaðar inn á höfuðstól fasteignalána var fyrir skömmu framlengd og gildir hún nú út árið 2025. Hafi heimildin verið nýtt á síðasta ári þarf ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu.
Spennandi starf á lífeyrissviði LSR
8. janúar 2025
LSR leitar nú að metnaðarfullum og jákvæðum starfskrafti í stöðu sérfræðings á lífeyrissviði. Í starfinu felst bæði aðstoð við sjóðfélaga og þátttaka í umbótaverkefnum sjóðsins.
Opnunartími yfir jól og áramót
19. desember 2024
Skrifstofa og símaþjónusta LSR verður lokuð á almennum frídögum yfir jól og áramót. Fyrsta vinnudag eftir jól og áramót hefst þjónusta sjóðsins kl. 10:00, klukkutíma síðar en venjulega.
Nýr vefur og Mínar síður
3. desember 2024
LSR hefur nú sett í loftið nýjan vef og Mínar síður hér á lsr.is. Vefurinn hefur verið endurhannaður frá grunni með það fyrir augum að einfalda upplýsingagjöf og bæta þjónustu við sjóðfélaga.
Lykiltölur LSR
Hrein eign til greiðslu lífeyris
1.405
milljarðar kr. í árslok 2023
Útgreiddur lífeyrir
93,6
milljarðar kr. árið 2023
Meðalfjöldi virkra sjóðfélaga
31.388
á árinu 2023
Meðalfjöldi lífeyrisþega
24.632
á árinu 2023