Séreign LSR
Fáðu launahækkun með séreignarsparnaði
Þegar þú greiðir í séreign bætir vinnuveitandi þinn 2% við launin þín og greiðir það inn á séreignarsparnaðinn. Það er bein launahækkun fyrir þig! Þess vegna ættu allir að nýta sér séreignarsparnað. Vandaðu valið – hjá LSR greiðir þú engin upphafsgjöld, þóknanir eða útgreiðslukostnað.
2%
launahækkun vegna mótframlags launagreiðanda
Engin
upphafsgjöld, þóknanir eða útgreiðslukostnaður
Fréttir og tilkynningar
Íslenska lífeyrissjóðakerfið fær toppeinkunn
27. október 2025
Fimmta árið í röð fær íslenska lífeyrissjóðakerfið toppeinkunn í alþjóðlegri úttekt sem nær til 52 landa. Íslenska lífeyrissjóðakerfið fær næsthæstu einkunn allra landanna.
LSR í hópi þeirra sem fjármagna byggingu Ölfusárbrúar
23. október 2025
LSR er einn fjögurra aðila sem hafa skrifað undir samning við ÞG Verk um framkvæmdafjármögnun á byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. Aðrir sem taka þátt í verkefninu eru Íslandsbanki, Birta lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verzlunarmanna.
Afgreiðsla og símaþjónusta lokuð 24. október vegna Kvennaverkfalls
22. október 2025
Afgreiðsla og símaþjónusta verða lokuð föstudaginn 24. október vegna Kvennaverkfalls. LSR stendur heilshugar með konum og kvárum og hvetur alla til að leggja sitt af mörkum til að efla jafnrétti í þjóðfélaginu og standa saman gegn mismunun.
Einungis lán með föstum vöxtum afgreidd
17. október 2025
Vegna dóms Hæstarréttar í máli nr. 55/2024 mun LSR að svo stöddu eingöngu afgreiða umsóknir um lán með föstum vöxtum út lánstímann. LSR mun þó afgreiða allar þær lánsumsóknir sem þegar eru í vinnslu hjá sjóðnum.
Lykiltölur LSR
Hrein eign til greiðslu lífeyris
1.567
milljarðar kr. í árslok 2024
Útgreiddur lífeyrir
103,6
milljarðar kr. árið 2024
Meðalfjöldi virkra sjóðfélaga
31.997
á árinu 2024
Meðalfjöldi lífeyrisþega
25.901
á árinu 2024