Fréttir og tilkynningar

Vextir óverðtryggðra lána lækka í 8,5%
12. febrúar 2025
Vextir óverðtryggðra lána LSR lækka um 0,5 prósentustig, úr 9,0% í 8,5%, frá og með miðvikudeginum 12. febrúar 2025. Vextir óverðtryggðra sjóðfélagalána hjá LSR eru fastir í 36 mánuði í senn.

Launamiðar eftirlauna- og lífeyrisþega fyrir 2024 gefnir út
20. janúar 2025
LSR hefur nú lokið skilum á launamiðum eftirlauna- og lífeyrisþega til RSK. Skil á launamiðum ná til allra sjóðfélaga sem fengu eftirlauna- eða lífeyrisgreiðslur á árinu 2024 úr A-deild, B-deild og Séreign LSR og einnig ESÚÍ (Eftirlaunasjóði starfsmanna Útvegsbanka Íslands) og sjóðunum LA og LR.

Séreignargreiðslur áfram leyfðar inn á fasteignalán
10. janúar 2025
Heimild til skattfrjálsrar nýtingar séreignarsparnaðar inn á höfuðstól fasteignalána var fyrir skömmu framlengd og gildir hún nú út árið 2025. Hafi heimildin verið nýtt á síðasta ári þarf ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu.

Spennandi starf á lífeyrissviði LSR
8. janúar 2025
LSR leitar nú að metnaðarfullum og jákvæðum starfskrafti í stöðu sérfræðings á lífeyrissviði. Í starfinu felst bæði aðstoð við sjóðfélaga og þátttaka í umbótaverkefnum sjóðsins.
Lykiltölur LSR
Hrein eign til greiðslu lífeyris
1.405
milljarðar kr. í árslok 2023
Útgreiddur lífeyrir
93,6
milljarðar kr. árið 2023
Meðalfjöldi virkra sjóðfélaga
31.388
á árinu 2023
Meðalfjöldi lífeyrisþega
24.632
á árinu 2023