Fréttir og tilkynningar
Opnunartími yfir jól og áramót
19. desember 2024
Skrifstofa og símaþjónusta LSR verður lokuð á almennum frídögum yfir jól og áramót. Fyrsta vinnudag eftir jól og áramót hefst þjónusta sjóðsins kl. 10:00, klukkutíma síðar en venjulega.
Nýr vefur og Mínar síður
3. desember 2024
LSR hefur nú sett í loftið nýjan vef og Mínar síður hér á lsr.is. Vefurinn hefur verið endurhannaður frá grunni með það fyrir augum að einfalda upplýsingagjöf og bæta þjónustu við sjóðfélaga.
Hver á hvað og hvenær?
17. nóvember 2024
Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri LSR, skrifaði fyrir skömmu tvær greinar á Innherja á Vísi þar sem hún fjallaði um jafnræði í lífeyrismálum í tengslum við aðgerðir lífeyrissjóða vegna hækkandi lífaldurs. Hér má lesa síðari greinina.
Breytingar á vöxtum fasteignalána
15. nóvember 2024
Frá og með 15. nóvember breytast vextir á nýjum fasteignalánum LSR. Vextir óverðtryggðra lána lækka um 0,5% og vextir verðtryggðra lána hækka um 0,2%.
Lykiltölur LSR
Hrein eign til greiðslu lífeyris
1.405
milljarðar kr. í árslok 2023
Útgreiddur lífeyrir
93,6
milljarðar kr. árið 2023
Meðalfjöldi virkra sjóðfélaga
31.388
á árinu 2023
Meðalfjöldi lífeyrisþega
24.632
á árinu 2023